Kerfið hefur alfarið og algjörlega brugðist börnunum okkar sagði Inga Sæland formaður Flokks fólksins og nýorðinn mennta- og barnamálaráðherra um menntakerfið fyrir helgi. Orð Ingu hafa vakið mikla umræðu um málaflokkinn og eru ekki allir sammála um hvort þau máli rétta mynd af stöðunni. Sigrún Blöndal, kennari á Egilsstöðum finnst þau ekki endurspegla það sem hún sér í vinnunni á hverjum degi og vill minna á að á heildina litið gangi börnunum vel. Við spjöllum við Sigrúnu í upphafi þáttar.
Og við höldum áfram að ræða menntamálin þegar Lísa Margrét Gunnarsdóttir, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta, kemur til okkar. Hún ætlar að fara með okkur yfir það helsta í hagsmunabaráttu stúdenta, meðal annars rannsóknir á áhrifum námslánakerfisins á stúdenta.
Helga Lára Þorsteinsdóttir hefur grafið upp gimstein úr lakkplötusafni RÚV til að spila fyrir okkur. Að þessu sinni er það ódagsett viðtal Baldurs Pálmasonar við Sigrúnu Eiríksdóttur hjúkrunarkonu.
En við byrjum á menntamálunum.
Umsjón: Pétur Magnússon og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir
Tónlist:
Lose control - VÖK
Old moon - BSÍ
Frumflutt
12. jan. 2026
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Samfélagið
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.