Samfélagið

Veðurskeytastöðvar á hverfanda hveli, heilbrigðisstarfsfólk um nikótínpúða, umhverfispistill - vistkjöt

Samfélagið fjallaði á þriðjudag um markaðssigur nikótínpúðanna á Íslandi Þriðjungur karla undir 35 ára aldri notar púðana daglega og fimmtungur ungra kvenna. Púðarnir hafa nánast jarðað íslenska neftóbakið og það sem meira er, þeir hafa hafið innreið sína í grunnskólana. Við ætlum ræða við Viðar Jensson, sem sinnir tóbaksvörnum hjá Embætti landlæknis og Láru G. Sigurðardóttur, lækni og doktor í lýðheilsuvísindum og spyrja, Er þetta skaðlegt? Er þetta kannski einhverju leyti jákvætt? Hvað vitum við í raun?

Við tölum um veðrið. Með nýrri tækni og aukinni sjálfvirkni hefur mönnuðum veðurskeytastöðvum fækkað mikið undanfarin ár. Það fer verða liðin tíð fólk dúði sig í öllum veðrum, lesi á mæla, horfi til himins og skrifi ályktanir sínar í stílabók sem svo eru sendar sem veðurskeyti til Veðurstofu Íslands. Við tölum um veðurathuganir í fortíð, nútíð og kannski framtíð, við Guðrúnu Nínu Petersen veðurfræðing.

Pistill frá ungum umhverfissinna; Natalía Reynisdóttir fjallar um svokallað vistkjöt.

Frumflutt

22. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,