Samfélagið

Sýndarverslanir, dýr í heimilisleit og fegurðin

Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur og hverfa jafnhratt, segir Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Hún ræddi þetta fyrirbæri í Samfélaginu fyrir nokkrum mánuðum og er komin aftur í sömu erindagjörðum, en miklar áhyggjur eru víða vegna þessa verslunarmáta og sumar þessara verslana virðast vera búnar til og reknar af gervigreind.

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli. Félagið hefur þróað fósturkerfi þar sem fólk er tilbúið fóstra dýr til skemmri tíma þar til það kemst á framtíðarheimili. Verkefnin eru margvísleg og oft þarf stökkva til með stuttum fyrirvara. Við ræðum við Sonju Stefánsdóttur framkvæmdastjóra Dýrahjálpar Íslands.

Og síðan fáum við heyra pistil frá Páli Líndal, umhverfissálfræðingi og pistlahöfundi Samfélagsins. Hvar býr fegurðin og hvað er fallegt?

Frumflutt

8. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,