Samfélagið

Miðtaugakerfislyf, mannkostamenntun og matarsóun

Við fjöllum um lyfjarannsóknir með aðstoð zebrafiska og hvernig Karl Ægir Karlsson prófessor við Háskólann í Reykjavík og félagar í 3Z ehf. eru búa til nýja þekkingu á því sviði. Við höfum áður fjallað um rannsóknir þeirra á ADHD og lyfjum sem gagnast við því en nýverið var birt grein sem fjallar um hvernig stökkbreytingar í ákveðnu geni sem áður hefur verið sýnt fram á leiða til ofvirkni í zebrafiskum leiði einnig til hvatvísi. Karl Ægir sest hér eftir smástund.

Í menntavísindum er mikið fjallað um farsæld. Liður í því auka farsæld barna er sérstök námsgrein, mannkostamenntun. Hvað felst í henni? Á skólakerfið markvisst kenna börnum það vera góðar manneskjur? Við ræðum við Önnu Halldórsdóttur um lokaverkefni hennar í listkennslufræðum sem ber yfirskriftina leitin týnda tónskáldinu.

Umhverfisstofnun hefur birt niðurstöður nýrra rannsókna á matarsóun á Íslandi. Þar kemur meðal annars fram tæpur helmingur allrar matarsóunar á sér stað í frumframleiðslu matvæla en um 40% á heimilum. Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir okkur allt um þessar rannsóknir.

Frumflutt

3. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,