Samfélagið

Jöklar, sveitarstjórnarkosningar og kynjakvótalögin

Okjökull fyrrverandi og Hofsjökull eystri eru viðfangsefni vísindagreinar sem birtist nýverið í alþjóðlega vísindaritinu annals of glaciology. Því var lýst yfir fyrir tólf árum Okjökull væri horfinn. Hofsjökull eystri tórir enn, en talið hann muni hverfa óbreyttu eftir þrjátíu og fimm til fjörutíu ár. Eyjólfur Magnússon frá Jarðfræðistofnun háskóla íslands og Hrafnhildur Hannesdóttir frá Veðurstofu Íslands eru meðal höfunda greinarinnar. Við spjöllum við þau í upphafi þáttar.

Við hringjum síðan austur á land og heyrum í Jóni Birni Hákonarsyni, formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sambandið er fara af stað með átak til auka þátttöku almennings í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Meira um það um miðbik þáttar.

Við ræðum síðan jafnrétti kynjanna í lok þáttar. Í fyrra voru liðin fimmtán ár frá setningu laga um hlutföll kynja í stjórnum fyrirtækja. Þau fara fram á hlutfall kvenna þar 40%. Ásta Dís Óladóttir prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og fleiri birtu grein á dögunum í ritinu Stjórnmál og stjórnsýsla. Þar er farið yfir þróun mála frá setningu laganna fyrir fimmtán árum, áhrif þeirra og viðhorf til frekari aðgerða. Ásta Dís ætlar segja okkur frá niðurstöðunum á eftir.

En fyrst eru það jöklarnir.

Tónlist í þættinum:

Right Down the Line - Bonnie Raitt

Heat Lightning - Mitski

Frumflutt

20. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,