Samfélagið

Heitavatnsleysi, algóriþminn sem elur okkur upp, tilraunaeldhús Matís og fræskiptamarkaður

Dregið hefur verulega úr eldgosinu á Reykjanesskaga - en enn er heitavatnslaust og sums staðar kaldavatnslaust. Þorgils Jónsson, fréttamaður sem er búinn vera á vaktinni á Suðurnesjum í dag verður á línunni hjá okkur.

Börn verja mörg miklum tíma á netinu og þar er ýmislegt sem þarf varast. Skúli Bragi Geirdal, fjölmiðlafræðingur og verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd, hefur undanfarið haldið fyrirlestra með yfirskriftinni - Algóriþminn sem elur mig upp. Hvernig geta foreldrar sett börnum sínum mörk og verndað þau í síbreytilegum stafrænum veruleika - veruleika sem þeir þekkja kannski ekki almennilega sjálfir? Ráða fullorðnir sjálfir við tækin?

Við heimsækjum Matarsmiðju Matís sem er suðupottur þegar kemur nýsköpun á sviði matargerðar. Ræðumvið Óla Þór Hilmarsson, kjötiðnaðarmann og verkefnastjóra og hittum einn af þeim sem nýta smiðjuna, Jón Örvar Geirsson hjá fyrirtækinu Bone and marrow.

fer fram fræskiptamarkaður í Borgarbókasafninu í Sólheimum. Lísbet Perla Gestsdóttir, sérfræðingur á Sólheimasafninu, segir okkur frá honum.

Frumflutt

9. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,