Gervigreind og níkótínpúðar, lögregludagbók frá 1941
Fyrirtæki eru í auknum mæli farin að nýta gervigreind til að auka afköst, bæta sölustarf og ná betur til réttra markhópa – líka fyrirtæki sem fremleiða sígarettur. Þau veðja þó ekki lengur á retturnar heldur hafa fjárfest fyrir hundruð milljarða í níkótínpúðum og nýta tæknina til að koma þeim hraðar í hendur – og undir varir – ungra neytenda.
Og síðan kíkjum við í heimsókn í Þjóðskjalasafn Íslands, þar sem Gunnar Örn Hannesson, fagstjóri skráninga hjá Þjóðskjalasafninu, skyggnist með okkur í dagbók lögreglunnar frá árinu 1941.
Tónlist úr þættinum:
VELVET UNDERGROUND - Pale Blue Eyes [Closet mix].
Lenker, Adrianne - Real House.
Lúpína - Hvað varð um allt?.
Frumflutt
23. júní 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Samfélagið
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.