Samfélagið

Gervigreind í skólum, Fullveldisdagurinn 1956 og barnagælur

Fyrir þremur árum, í nóvember 2022, var spunagreindarforritið ChatGPT frá OpenAI opnað almenningi. Þessi viðburður leysti úr læðingi eiginlega sprengingu í notkun spunagreindar og þar voru skólar alls ekki óhultir. En hvernig hafa skólar tekist á við þessa þróun? Og enn fremur; hvernig ættu þeir takast á við þessa þróun? Tryggvi Thayer, aðjúnkt í upplýsingatækni, nýsköpun og miðlun við og ræðir þetta við okkur í upphafi þáttar.

En í dag er Fullveldisdagurinn og 107 ár frá því Sambandslögin voru samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessi tímamót fara sjálfsögðu ekki fram hjá safnstjóra Ríkisútvarpsins, henni Helgu Láru Þorsteinsdóttur, sem ætlar kíkja við seinna í þættinum og reiða fram upptökur úr safni RÚV sem tengjast þessum degi.

Í dag er líka dagur íslenskrar tónlistar og við ætlum rifja umfjöllun samfélagsins um barnagælur og vögguvísur, sem var fyrst flutt fyrir um það bil ári síðan.

Frumflutt

1. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,