Samfélagið

Á vaktinni með innlagnastjórum á Landspítala

Í Samfélaginu í dag förum við á vakt á Flæðisdeild Landspítalans og köfum ofan í flæðið sem er forsenda þess spítalinn virki - og hefur sjaldan verið þyngra en nú.

Hvað er frétta af þessum títtnefnda fráflæðisvanda? Hvað gerir starfsfólkið þegar þetta mennska flæði er nánast stopp og hvað gerist þegar stíflurnar bresta?

Við fylgjumst sérstaklega með Kristinu Kötlu Swan og Þórdísi Friðsteinsdóttur, innlagnastjórum sem eru reyndir hjúkrunarfræðingar en líka eins konar lagerstjórar. Þær standa í ströngu allan daginn við reyna finna pláss fyrir veikt fólk - með misjöfnum árangri.

Frá þessum sjónarhóli fær spítalinn á sig svolítið verksmiðjukenndan blæ - en samt snýst þetta alltaf um fólk.

Frumflutt

28. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,