Samfélagið

Máltæknifyrirtæki kaupir orðabók og staður árins

Svæðið við Elliðaárstöð í Elliðaárdal iðar af lífi árið um kring. Áður var þar afvikið iðnaðarsvæði en hefur svæðið verið endurhannað með almenningsrýmum, útisvæði, gestastofu og veitingastað. Gamlar byggingar hafa fengið nýtt hlutverk og saga svæðisins er vel varðveitt. Ástrós Signýjardóttir kíkti við og hitti Brynhildi Pálsdóttur, vöruhönnuð, sem er ein af þeim sem stóð endurhönnun Elliðaárstöðvar og hlutu Hönnunarverðlaun Íslands í ár.

Við erum ræða við Lindu Heimisdóttur, framkvæmdarstjóra máltæknifyrirtækisins Miðeindar. Miðeind heldur úti ýmsum máltæknitólum Málfríður er yfirlestrartól, Hreimur sinnir talgreiningu og skjátextun og Erlendur getur hjálpað notendum með þýðingar svo eitthvað nefnt. En nýlega bárust þær fregnir Miðeind hefði fest kaup á veforðabókaþjónustunni og uppflettiritinu Snöru sem áður var í eigu Forlagsins. Við byrjum þar rýnum aðeins í þessi kaup og fleira sem er framundan hjá máltæknifyrirtækinu Miðeind.

Tónlist úr þættinum:

Róshildur - Tími, ekki líða.

Latínudeildin, Rebekka Blöndal - Svo til.

Baker, Julien, Torres - Bottom of a Bottle.

Frumflutt

13. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,