Samfélagið

Reykur í 9 mánuði, Tilvera og áhrif Covid bólusetninga á krabbamein

Síðasta febrúar var verkefnið Reykur sett á laggirnar á vegum Matthildarsamtakanna Reykur veitir skaðaminnkandi þjónustu fyrir fólk sem reykir ópíóíða og örvandi vímuefni og hefur síðustu tíu mánuði náð til fólks sem hefur áður ekki fengið viðeigandi þjónustu eða aðstoð. Svala Jóhannesdóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun og forormaður mattmildarsamtakanna Reyks, sest hjá okkur í upphafi þáttar og veitir okkur innsýn inn í starfsemina.

Dagana 1.–9. nóvember 2025 heldur Tilvera samtök um ófrjósemi upp á Vitundarvakningarviku um ófrjósemi. Markmið vikunnar er efla fræðslu og skilning á ófrjósemi, brjóta niður þögn og fordóma og minna á þekking á líkamanum er ekki lúxus, heldur lífsnauðsyn. Sigríður Auðunsdóttir og Anna Þorsteinsdóttir frá Tilveru settust niður með okkur og sögðu okkur frá samtökunum og baráttunni við ófrjósemi.

Edda Olgudóttir, vísindamiðlari Samfélagsins, ætlar segja okkur frá mögulegum áhrifum Covid bólusetningar á krabbameinsmeðferðir. en byrjum á einu lagi.

Umsjón: Ástrós Signýjardóttir og Pétur Magnússon.

Tónlist þáttarins:

Rogers, Maggie - Don't Forget Me.

HJÁLMAR - Blómin í brekkunni.

Bryan, Zach - 28.

Frumflutt

5. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,