Kenna haflæsi í gegnum leiklist, áhrif samfélagsmiðla á stráka og fjárhættuspilahegðun ungmenna
Þáttur dagsins var allur tileinkaður Menntakviku sem fer fram í Háskóla Íslands 2-4.október.
Sjávarsögur til að stuðla að haflæsi í gegnum leiklist er málstofa sem Jóna Guðrún Jónsdóttir og Rannveig Björk Þorkelsdóttir leiða. Verkefnið snýst um haflæsi og vaxandi þörf til að auka vitund og fræðslu um hafið innan skólasamfélagsins. Jóna Guðrún og Rannveig Björk ætla að segja okkur allt um það hvernig þær nýta leiklist til að auka þekkingu á hafinu.
Hvernig nota börn samfélagsmiðla og hvaða áhrif hafa samfélagsmiðlar?
Þórður Kristinsson, doktorsnemi á menntavísindasviði, er einn þeirra sem er með erindi á Menntakvikunni. Erindi hans fjallar um stráka og samfélagsmiðla, en strákar fá annan veruleika inn á sína miðla en stelpur og önnur skilaboð um hlutverk kynjanna. Þórður ætlar að segja okkur frá þessu.
Fjárhættuspilahegðun hjá ungmennum á Íslandi hefur aukist mikið samkvæmt niðurstöðum alþjóðlegu ESPAD rannsóknarinnar. Ragný Þóra Guðjohnsen er með erindi á Menntakviku um niðurstöðurnar, hvað útskýrir þessa aukningu og hvað við getum gert, sem samfélag, til að sporna við aukinni fjárhættuspilahegðun.
Frumflutt
3. okt. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Samfélagið
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.