Samfélagið

Bólusetningar, gámadýfingar, málfar og vísindaspjall um nóbelsverðlaun

Við tölum um bólusetningar og bóluefni. hefur verið ákveðið bjóða öllum börnum í 7. Bekk bóluefnið Gardasil sem er notað sem vörn gegn hpv veirum, sem geta meðal annars valdið krabbameinum. Áður var annað bóluefni aðeins gefið stúlkum. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir yfirlæknir bólusetninga hjá sóttvarnalækni ætlar útskýra þetta fyrir okkur og ræða við okkur almennt um bólusetningar barna og ungmenna.

Hvernig standa verslanir sig í koma í veg fyrir sóun? Getur verið lausnin við rýrnandi kaupmætti heimilisins liggi í ruslagámi við næstu matvöruverslun? Við ræðum við Hlyn Steinsson, gámadýfingamann, um framboðið í gámunum - en líka um ruslahagkerfið, deilihagkerfið og sóun í víðara samhengi.

Málfarsmínútan verður á sínum stað og svo kemur Edda Olgudóttir til okkar í vísindaspjall.

Frumflutt

4. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,