Það er kvennaverkfall í dag og af því tilefni höfum við fengið til okkar þrjár konur til að ræða stöðuna í jafnréttismálum. Þetta eru Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, Saga Davíðsdóttir frá femínistafélaginu Emblu við Menntaskólann í Hamrahlíð og Helga Haraldsdóttir, formaður Hinsegin daga.
Kvennafrídagurinn var fyrst haldinn fyrir fimmtíu árum síðan, árið 1975. Þá lögðu konur niður störf til að sýna fram á mikilvægi kvenna í atvinnulífinu. Kvennaverkfall er nú haldið í áttunda sinn til að vekja athygli á stöðu kvenna og kvára innan samfélagsins.
Í þættinum var ranglega farið með nafn ræðukonunnar Ásthildar Ólafsdóttur og ræðan ranglega eignuð Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur. Við biðjumst velvirðingar à því.
Umsjón þáttar: Ástrós Signýjardóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir
Frumflutt
24. okt. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Samfélagið
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.