Fríðbúð í Gerðubergi, Jólaþorpið í Hafnarfirði og vegurinn til Belém
Í dag heimsækjum við Gerðuberg í Breiðholti – þar er rekin áhugaverð verslun þar sem allt er ókeypis. Hver sem er getur komið við og tekið hluti úr hillum eða skilið eftir hluti sem aðrir geta tekið með sér heim. Ég heimsótti verslunina í vikunni og ræddi við verslunarstjórann og nokkra viðskiptavini.
Við fáum líka þriðja pistilinn í örpistlaröð Þorgerðar Maríu Þorbjarnardóttur og Láru Sólveigar Lefort Scheefer – sem eru í Belem í Brasilíu á COP-loftslagsráðstefnunni. Í dag segir Lára okkur frá brösugri Brasilíuferð sinni og fyrstu dögum ráðstefnunnar.
En við byrjum á Jólaþorpinu í Hafnafriði, sem opnar á Thorsplani í dag. Hluti miðbæjarins breytist í göngugötu á meðan jólaþorpið er opið, en þorpið hefur vaxið ár frá ári og nýtur vinsælda bæði meðal Hafnfirðinga og annarra. Þær Árdís Ármannsdóttir sviðsstjóri og Sunna Magnúsdóttir verkefnastjóri, báðar hjá Hafnarfjarðarbæ, kíkja til okkar.
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-11-14
JFDR - White sun.
Maria Somerville - Garden.
Artur Verocai - Na Boca do Sol.
Cole Davis - I Want You Gone (ásamt Bon Iver).
Frumflutt
14. nóv. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Samfélagið
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.