Samfélagið

Hjúkrunarheimilið Fellsendi, opnun og mótmæli á COP30 og virkni lyfs við Alzheimer

Í þætti dagsins bregðum við okkur Vestur. Á Fellsenda í Dölum er rekið hjúkrunarheimili. Staðsetningin er óvenjuleg því heimilið er í dreifbýli. Það var stofnað árið 1968 og átti vera heimili fyrir aldraða dalamenn en þegar til kastanna kom reyndist ekki nóg af þeim. Það var því ákveðið bjóða geðfatlað fólk velkomið þangað. Síðan þá hefur allur húsakostur verið endurnýjaður og í dag er þar rekið heimili fyrir geðfatlaða sem á sér fáa sína líka hérlendis. Gréta Sigríður Einarsdóttir, fréttamaður á Vesturlandi, heimsótti fellsenda á dögunum og fékk heyra meira um starfsemina.

Við fáum líka annað póstkort frá Belém í Brasilíu. Þorgerður María Þorbjarnardóttir er á COP30-loftslagsráðstefnunni þar í og segir okkur í dag frá opnunarræðum ráðstefnunnar, hverfulu veðri og mótmælum sem geysuðu á ráðstefnusvæðinu.

Og í lok þáttar kemur Edda Olgudóttir, vísindamiðlari þáttarins, til okkar í sitt reglulega vísindaspjall. Í dag ætlar hún segja okkur frá virkni á lyfi gegn Alzheimer sjúkdómnum. En við byrjum í dölunum.

Umsjón þáttar: Ástrós Signýjardóttir og Pétur Magnússon.

Tónlist þáttarins:

Howard, Ben - Couldn't Make It Up.

GILBERTO GIL - Miserere Nóbis.

Snorri Helgason - Torfi á orfi.

Cain, Ethel, Hausswolff, Anna Von - Aging Young Women (feat. Ethel Cain).

Frumflutt

12. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,