Samfélagið

Nýr verkefnastjóri yfir málefnum Grindavíkur hjá forsætisráðuneytinu, útilistaverkin í borginni, málfar og þvottalaugarnar 1957

Gylfi Þór Þorsteinsson sem lengi hefur starfað fyrir Rauða krossinn og tekið sér ýmis flókin verkefni, t.d. uppsetningu og rekstur farsóttarhúsa á tímum COVID og móttöku flóttafólks frá Úkraínu hefur verið ráðinn til leiða samhæfingu vegna Grindavíkur í forsætisráðuneytinu. Í því felst meðal annars samhæfa samskipti og upplýsingagjöf til Grindvíkinga vegna jarðhræringanna á Reykjanesi. Gylfi Þór ræðir við Samfélagið.

Þau eru alls konar og stundum umdeild. Við ætlum fjalla um útilistaverk, en það eru vel á annað hundrað slík í Reykjavík, við spjöllum um strauma og stefnur, hugsunina á bak við þessi verk, verk og gömul og umsjón þeirra við Ólöfu Kristínu Sigurðardóttur, safnstjóra Listasafns Reykjavíkur.

Við heyrum málfarsmínútu og í lok þáttar kemur Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri til okkar með áhugaverða upptöku úr safni RÚV, upptakan er frá árinu 1957 og fjallar um þvottalaugarnar í Laugardal.

Tónlist:

GDRN, Hjálmar - Upp á rönd.

BRUNO MARS - It Will Rain.

Frumflutt

29. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

,