Samfélagið

Hvatalaus hugverkaiðnaður, eitraðar rúsínur og einhverfa fullorðinna

Í dag fjöllum við um hugverkaiðnaðinn og þau hvatakerfi sem ætlað er styðja rannsóknir og þróun hjá íslenskum fyrirtækjum. Nokkur óánægja hefur verið með þessi mál og einhver fyrirtæki hafa hótað því sækja stuðning út í heim og jafnvel flytja starfsemina úr landi. Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Klappa, ætlar kíkja til okkar og ræða þessi mál í upphafi þáttar.

Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur verður með okkur eins og venja er á hálfsmánaðarfresti. Í dag ætlar hann fjalla um rúsínur og aukna notkun þeirra þegar jólin nálgast.

Starfshópur á vegum félags- og húsnæðismálaráðherra skilaði í byrjun október af sér skýrslu um málefni fullorðinna einhverfra. Starfshópnum var falið greina stöðu og þjónustu fullorðinna einhverfra á Íslandi, meta þörf á aðkomu hins opinbera og leggja fram tillögur til úrbóta. Einhverfusamtökin gera nokkrar athugasemdir við skýrslu starfshópsins. Valdís Guðmundsdóttir er í stjórn samtakanna og ætlar deila með okkur sínum hugleiðingum. En byrjum á hugverkaiðnaðinum.

Frumflutt

4. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,