Snjóflóðasetur á Ísafirði, hártogsmál í Yfirrétti á 18.öld og Dýraverndunarfélagið Villikettir
Í gær voru liðin þrjátíu ár frá því að mannskætt snjóflóð féll á Flateyri í Önundarfirði. Tuttugu fórust í flóðinu. Fyrr sama ár hafði annað flóð fallið í Súðavík, þar sem fjórtán fórust. Níu árum síðar opnaði Snjóflóðasetur Veðurstofu Íslands á Ísafirði, eftir ákall frá heimamönnum. Við heyrum viðtal Grétu Sigríðar Einarsdóttur við Hörpu Grímsdóttur um snjóflóðasetrið og starfsemi þess.
Hártogsmál Þórodds Þórðarsonar kom fyrir Yfirrétt á Íslandi árið 1744. Í fimmta, og nýjasta, bindi Yfirréttarins segir frá málinu og hvernig það æxlaðist. Ragnhildur Hólmgeirsdóttir, skjalavörður á Þjóðskjalasafninu, hefur unnið við útgáfu Yfirréttarins, og segir okkur frá hártogsmálinu.
Dýraverndunarfélagið Villikettir er þessa dagana með um 290 ketti í sinni umsjá. En sjálfboðaliðar félagsins vinna alla daga að því að sporna við fjölgun villtra katta með aðferðinni fanga - gelda - skila. Anna Jóna Ingu Ólafardóttir og Ásdís Erla Valdórsdóttir frá Villiköttum setjast niður með okkur og fræða okkur um félagið.
Umsjón: Ástrós Signýjardóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir.
Tónlist þáttarins:
FJALLABRÆÐUR - Hafið eða fjöllin
NORAH JONES - Sunrise
SNORRI HELGASON - Litla kisa
Frumflutt
27. okt. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Samfélagið
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.