Samfélagið

10.12.2025

Fátækt er talsvert algengari og dýpri meðal fólks af erlendum uppruna en hjá fólki með íslenskan bakgrunn. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu sem unnin var fyrir forsætisráðherra og er hluti rannsóknarverkefnis sem hófst árið 2022 um fátækt og áætlaðan samfélagslegan kostnað. Í niðurstöðukafla skýrslunnar segir aukin hætta á fátækt meðal nýfluttra innflytjenda endurspegli samspil margra þátta. Skortur á félagslegu tengslaneti, tungumálahindranir og misræmi milli menntunar og krafna íslensks vinnumarkaðar geti aukið líkur á fátækt. Halldór S. Guðmundsson, prófessor við félagsráðgjafadeild, kemur til okkar og ræðir við okkur um niðurstöður skýrslunnar.

Í gær var greint frá því tvö félög myndu fjárstyrk frá utanríkisráðuneytinu til efla umræðu um kosti og galla aðildar Evrópusambandinu. Félögin tvö eru Evrópuhreyfingin og Heimssýn, og næstu tvo daga ætlum við fjalla um þessar hreyfingar sem gera ráð fyrir verði áberandi í umræðunni um Evrópumál á næstunni.

Og í lok þáttar kemur Edda Olgudóttir, vísindamiðlari Samfélagsins, til okkar. Í dag ætlar hún tala um Omega-3 fitusýrur og hvers vegna þær eru mikilvægar.

Tónlist úr þættinum:

HJÁLMAR & DJ FLUGVÉL OG GEIMSKIP - Tilvonandi vor.

STEVIE WONDER - Sir Duke.

Frumflutt

10. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,