Munnheilsa Freuds, nýji Landspítalinn og SARS-CoV-2
Í dag köfum við ofan í heilbrigðisvísindasöguna – og tökum fyrir sjúkrasögu Sigmundar Freud, föður nútímasálgreiningar, sem gekkst undir meira en 30 skurðaðgerðir og geislameðferð á 16 ára tímabili vegna þess sem talið var vera munnkrabbamein. Svend Richter, fyrrverandi dósent við Tannlæknadeild Háskóla Íslands og ritstjóri Tannlæknablaðsins, kíkir til okkar í upphafi þáttar til að ræða þetta og tilgátur um hvort veikindi Freuds hafi mátt rekja til vindlareykinga eða kókaínneyslu.
Páll Líndal umhverfissálfræðingur flytur okkur sinn reglulega hálfsmánaðarlega pistil. Í dag ætlar hann að deila með okkur skoðunum sínum á byggingu Nýs Landspítala.
Og í lok þáttar fáum við til okkar Arnar Pálsson, erfðafræðing við Háskóla Íslands, sem er orðinn hálfgerður fastagestur hér í Samfélaginu. Hann ætlar að segja okkur frá því hvernig SARS-CoV-2-veiran, sem olli covid-faraldrinum, hefur þróast og breyst síðan faraldurinn reið yfir. Er covid núna bara kvefpest? Getur samband okkar við þessa veiru sagt okkur eitthvað um hvernig við hugsum um flókin vísindaleg fyrirbæri. Meira um þetta í síðari hluta þáttarins.
Tónlist í þættinum:
Una Torfadóttir - Það sýnir sig.
DOLLY PARTON - Just When I Needed You Most.
Bob Dylan - Oxford Town.
Frumflutt
2. des. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Samfélagið
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.