Samfélagið

Framtíð gervigreindar á Íslandi, undirbúningur fyrir svartan föstudag, samkynhneigð hjá hestum

Með nýrri aðgerðaráætlun stjórnvalda um gervigreind er markmiðið stuðla því Ísland verði leiðandi í ábyrgri nýtingu gervigreindar og skapi tækifæri, velmegun og framfarir fyrir alla landsmenn. Átætlunin var birt í samráðsgátt fyrr í þessum mánuði og fjöldi umsagna hefur borist, meðal annars frá Samtökum um mannvæna tækni. Í dag setjumst við niður með Gamithru Marga, meðstofnanda samtakanna, og ræðum aðeins um þessa aðgerðaráætlun, um erindi sem hún hélt fyrir framtíðarnefnd Alþingis á dögunum, og gervigreindina almenn.

Og í síðari hluta þáttarins ætlum við ræða aðeins um atferli hesta. Við fáum reglulega til okkar vísindamenn sem rita svör á Vísindavefinn, og í dag kemur til okkar Charlotta Oddsdóttir, dýralæknir, og svarar því hvort til séu dæmi um samkynhneigð hjá íslensum hestum.

Síðan fáum við pistil frá Stefáni Gíslasyni um svartan föstudag.

Frumflutt

28. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,