Samfélagið

Skipulag og náttúruvá, orkuskipti í flutningum og umhverfispistill

Í dag ætlum við fjalla um náttúruvá og skipulagsmál en skipulagsgerð er mikilvægur vettvangur til þess takast á við þær áskoranir sem fylgja náttúruvá hvort sem er af völdum loftslagsbreytinga, eldsumbrota eða annarra þátta í náttúru- og veðurfari. Sigrún Karlsdóttir, skrifstofustjóri náttúruvárþjónustu Veðurstofu Íslands, segir okkur frá vinnu við gerð áhættumats við skipulagsgerð í ljósi nýlegrar reynslu af eldsumbrotum og til framtíðar.

Og við tölum um orkuskipti í þungaflutningum. Nýlega var undirrituð viljayfirlýsing um kaup fimm íslenskra fyrirtækja á nýjustu tegund vetnisknúinna vörubíla frá þýska vörubílaframleiðandanum MAN. Það er fyrirtækið Íslensk nýorka sem hefur haft forgöngu um þetta verkefni og við ætlum tala við framkvæmdastjórann Jón Björn Skúlason á eftir.

Svo heyrum við umhverfispistil í lok þáttar frá Stefáni Gíslasyni umhverfisstjórnunarfræðingi.

Frumflutt

2. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,