Breyttur lífsstíll, umhverfislöghyggja og ráðleggingar garðyrkjufræðinga
Breyttur lífsstíll er yndislegur hópur af fólki með þroskahömlun sem æfir undir leiðsögn Nönnu Guðbergsdóttur í World Class, Ögurhvarfi. Þau mæta tvisvar í viku til Nönnu og sum þeirra hafa gert það í fimmtán ár. Samfélagið fékk að kíkja með á æfingu hjá þessum dásamlega hóp.
Og umhverfislöghyggja verður til umfjöllunar í vikulegum pistli Páls Líndals umhverfissálfræðings. Hún felur í sér að við séum fyrst og fremst mótuð af því umhverfi sem við búum og hrærumst í og að umhverfið hafi bein og óbreytanleg áhrif á þroska mannsins og heilsu.
Hvernig höldum við garðinum fallegum í vetur? Við höldum í grasagarðinn þar sem Pálína Stefanía Sigurðardóttir og Svanhildur Björk Sigfúsdóttir garðyrkjufræðingar segja okkur allt um sígrænar plöntur og garðyrkju yfir kaldari mánuði ársins.
Umsjón: Ástrós Signýjardóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir.
Tónlist þáttarins:
BENNI HEMM HEMM & URÐUR & KÖTT GRÁ PJÉ - Á óvart.
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON - Þó Líði Ár Og Öld.
ÁRNÝ MARGRÉT - Akureyri
AMABADAMA - Gróðurhúsið
Frumflutt
21. okt. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Samfélagið
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.