Samfélagið

Þórólfur um sýklalyfjaónæmi, Ísland og fyrsta hnattflugið 1924, Sigur Íslands í heimsmeistarakeppninni 1989 rifjaður upp

Starfshópur um aðgerðir til bregðast við auknu sýklalyfjaónæmi hefur lokið störfum og skilað tillögum sínum. Þær eru viðamiklar og taka til áranna 2025-2029. Þórólfur Guðnason fyrrverandi sóttvarnalæknir var formaður starfshópsins. Hann fer yfir tillögurnar með okkur á eftir.

Við ætlum fara hundrað ár aftur í tímann og rifja upp fyrsta hnattflugið, stórmerkilegan leiðangur sem hafði viðkomu á Íslandi og hreyfði aldeilis við þjóðinni. Ræðum þetta og sögu flugsins við Leif Reynisson, sagnfræðing.

Í dag, 26. febrúar eru 35 ár síðan íslenska karlalandsliðið bar sigur úr býtum í B heimsmeistarakeppninni í handbolta í Frakklandi. Ísland vann Pólland í leiknum um gullið, 29-26. Alfreð Gíslason varð markahæstur Íslendinga í leiknum með 7 mörk og Kristján Arason skoraði 6. Við rifjum upp umfjöllun frá því rétt fyrir úrslitaleikinn í Dægurmálaútvarpinu. Stefán Jón Hafstein var í París þar sem leikurinn fór fram og tók stuðningsmenn tali.

Tónlist:

THE BEATLES - I'll Follow The Sun.

Frumflutt

26. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,