Samfélagið

Jarðkönnun í Grindavík, sjálboðaliðar í dreifbýli og nýr kolkrabbi

Almannavarnir kynntu fyrr í vikunni stöðuna á jarðkönnunarverkefni sem hefur staðið yfir í nokkrar vikur og er hluti af heildaráhættumati fyrir Grindavík. Verkefnið hefur samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum þann tilgang auka öryggi einstaklinga með því rannsaka og kortleggja sprunguhættu. Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri Almannavarna segir okkur nánar frá þessu.

kvenfélagið selja sveitarstjórninni kökur ef það er bakari á staðnum? Hvað finnst fólki um sjálfboðaliðastörf, hvenær finnst því í lagi gefa vinnu sína og hvaða þýðingu geta þessi störf haft? Eru þau alltaf og alls staðar vinnumarkaðsbrot eða bara stundum og sums staðar? Jónína Einarsdóttir, prófessor í mannfræði hefur rannsakað þann sið senda börn í sveit frá ýmsum hliðum, í framhaldinu beindi hún sjónum sínum sjálfboðastörfum fólks sem kemur hingað erlendis frá og því næst rannsakaði hún viðhorf til sjálfboðaliðastarfa almennt, í sveitum og dreifbýli. Við ræðum við hana.

Það var sagt frá því í Morgunblaðinu á dögunum íslenskir vísindamenn hefðu lýst nýrri tegund kolkrabba í grein í tímaritinu Zoological Letters. Kolkrabbi þessi hefur hlotið heitið Ægir, eða Muusoctopus aegir. Steinunn Hilma Ólafsdóttir sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun er einn höfunda greinarinnar. Hún ætlar segja okkur frá þessari uppgötvun og ræða við okkur um rannsóknir í undirdjúpunum.

Frumflutt

23. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,