Samfélagið

COP30 gert upp og helgidagabrot

Síðustu vikur hafa hlustendur Samfélagsins heyrt pistla frá Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur, formanni Landverndar, og Lauru Sólveigu Leffort Scheefer, forseta Ungra umhverfissinna. Þær tóku þátt í COP-30, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Belem í Brasilíu og í pistlum sínum sögðu þær frá dvöl sinni í Belem sem og því sem bar hæst á ráðstefnunni, sem var heldur tíðindamikil í ár. Þær Þorgerður og Laura ætla setjast hjá okkur í upphafi þáttar og gera upp dvöl sína þar og fara nánar út í helstu atburði og niðurstöður COP-30.

Við förum svo í okkar reglulegu heimsókn í Þjóðskjalasafnið og hittum þar Ragnhildi Önnu Kjartansdóttur, skjalavörð. Hún ætlar segja okkur frá helgidagabrotum sem voru framin á 17. og 18. öld ásamt jóladagatali safnsins. En við byrjum á COP-30.

Frumflutt

8. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,