Jólakötturinn og dularfulla kistan, smáríki í alþjóðasamfélaginu og Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins
Barnaleikhús hefur alltaf verið ástríða Inga Hrafns Hilmarssonar, leikara. Hann hefur nú í nokkur ár farið með leiksýningar inn í leikskóla til að leyfa öllum börnum að upplifa töfra leikhússins. Ingi Hrafn sest hjá okkur á eftir og ætlar að segja okkur frá mikilvægi leikhússins og frá jólaleiksýningu þar sem börnin fá að taka þátt.
Þótt stór ríki hafi yfirburði á flestum sviðum í alþjóðasamfélaginu geta smáríki eigi að síður haft áhrif. Smáríki verða hins vegar að beita öðrum leiðum en stór ríki til áhrifa. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, ætlar að rýna í stöðuna í alþjóðamálunum með okkur.
Við heyrum viðtal við Sigurð Torfa Sigurðsson og Þóreyju Gylfadóttur frá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins. Þau ætla að segja okkur frá fræðslustarfi á vegum miðstöðvarinnar; jafningjafræðslu bænda og loftslagsvænum landbúnaði, og við fáum aðeins að heyra af því hvað grænlenskur, færeyskur og íslenskur landbúnaður eiga sameiginlegt.
Tónlist þáttarins:
Ég er jólakötturinn
Elín Ey - Always a reason
Frumflutt
10. okt. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Samfélagið
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.