Samfélagið

Upphitun fyrir 1. maí, Reykjavíkurmaraþon í 40 ár, pistill frá Páli Líndal

Kröfugöngur, baráttufundir, þrusuræður, kaffiveitingar og lúðrahljómur - 1. maí er á morgun. Við ætlum af því tilefni ræða stemninguna þennan dag og helstu baráttumál samtímans við Örnu Jakobínu Björnsdóttur, formann Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu - en hún verður fundarstjóri á útifundi á Ingólfstorgi í Reykjavík á morgun.

Á þessu ári er því fagnað 40 ár eru liðin frá því Reykjavíkurmaraþon var fyrst haldið og eflaust eru einhverjir hlauparar farnir huga því ágæta hlaupi í ár og æfa stíft. Við ætlum tala um maraþonhlaup við Sigurbjörn Árna Arngrímsson skólameistara og doktor í íþróttafræðum.

Við fáum svo pistil frá Páli Líndal, umhverfissálfræðingi í lok þáttar, í pistlinum rekur hann rannsóknir á því hvernig mismunandi arkitektúr verkar á fólk.

Tónlist:

Bubbi Morthens - Hulduþula.

BOB MARLEY & THE WAILERS - Buffalo Soldier.

Frumflutt

30. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,