Samfélagið

Áramótaheit, ljótar nýbyggingar og kvenleiðtogar

Heilsutengd markmið um áramót eru algeng. Til þess markmiðin náist er gott hafa í huga fara rólega af stað, vera með raunhæfar væntingar um árangur og huga skemmtanagildi hreyfingarinnar. Daníel Sæberg Hrólfsson, WorldFit-þjálfari og einkaþjálfari hjá World Class, kemur til okkar í byrjun þáttar með góðar ráðleggingar til þeirra sem ætla taka heilsuna föstum tökum á nýja árinu.

Við ætlum líka fjalla um ljótar og fallegar nýbyggingar. Umræða um byggingar- og skipulagsmál er þroskast og verða háværari, en stór hluti þeirrar umræðu snýr því hvað allt er ljótt. Er eitthvað raunverulega til í því? Eða er þetta birtingarmynd nostalgíu eða fortíðarþrár? Þórhallur Bjarni Björnsson, skipulagsfræðinemi og talsmaður Arkítektúruppreisnarinnar, kíkir til okkar á eftir til ræða þetta, sem og kosningu um fallegustu og ljótustu nýbyggingar ársins 2025.

Konur eru mikilvægar á dögum sem leiðtogar, skrifar Ebba Margrét Magnúsdóttir kvensjúkdóma- og fæðingalæknir í nýjasta hefti Læknablaðsins. Ebba Margrét segir heiminn þurfa sterka og mannlega kvenleiðtoga. Hún kíkir til okkar í lok þáttar og spjallar við okkur um leiðtoga heimsins í upphafi árs.

Tónlist úr þættinum:

Bleachers - Modern Girl

Clairo - Juna

BRÍET - Cowboy Killer

Frumflutt

2. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,