• 00:05:25Bókasafnsdagurinn
  • 00:21:22Körfuboltaskjöl á Þjóðskjalasafni
  • 00:43:26Einar Gunnar Bollason körfuboltagoðsögn

Samfélagið

Bókasafnsdagurinn og 60 ára gömul frægðarför körfuboltalandliðsins til Bandaríkjanna

Bókasafnsdagurinn er haldinn í borgarbókasafninu í Kringlunni í dag. Þema dagsins er lestur er bestur - fyrir sálina. Guttormur Þorsteinsson, bókavörður, segir okkur allt um dagskrána á bóksafninu í dag.

Við heyrum söguna af því þegar íslenska körfuboltalandsliðið fór næstum því á fund Bandaríkjaforseta, á sjöunda áratug síðustu aldar. En Evrópumótið í körfubolta fer fram í Kýpur, Finnlandi, Póllandi og Lettlandi. Íslenska landsliðið hefur lokið sinni keppni á mótinu en það var í árslok 1964 sem íslenskt körfuboltalandslið hélt til Bandaríkjanna og Kanada í sína fyrstu keppnisferð erlendis. Í skjalasafni íslenska sendiráðsins í Washington, sem varðveitt er í Þjóðskjalasafni, er finna bréf sem voru send í aðdraganda þessarar ferðar. Heiðar Lind Hansson, safnvörður á Þjóðskjalasafninu, segir okkur frá þessum skjölum.

Einar Gunnar Bollason var einn þeirra leikmanna landsliðsins sem fór í þessa ferð. Einar varð síðar landsliðsþjálfari, formaður Körfuknattleikssambands Íslands og hefur starfað víða tengt körfuboltanum. Hann deilir endurminningum sínum tengdum ferðinni, meðal annars kynnum sínum af stórstjörnunni Diana Ross.

Tónlist í þættinum:

ELVIS PRESLEY - Only Fools Rush In.

MUGISON - Haustdansinn.

DIANA ROSS & THE SUPREMES - Stop in the name of love

Frumflutt

8. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,