Samfélagið

Rannsókn á áhrifum náms- og starfsvals á lífshamingju, Forbes-listinn og ríkukallafélagið, neytendaspjall - gjafabréf

Hefur það sem við veljum læra eða starfa við áhrif á velferð okkar og jafnvel lífshamingju? Skiptir máli starfa við það sem við höfum ástríðu fyrir eða er það aukaatriði í stóra samhenginu. Sif Einarsdóttir, prófessor í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands, ætlar ræða þetta við okkur en hún fer fyrir stóru alþjóðlegu rannsóknarverkefni, Eldar í iðrum, en markmið þess er skilja betur hvaða þættir hafa áhrif á þróun starfsferils hjá fólki.

Við ætlum tala um Forbes-listann yfir ríkasta fólk í heimi. Kannski kalla þetta ríkukallafélagið því þarna raða sér í öll efstu sætin mismiðaldra karlar sem flestir koma úr tæknibransanum. Ekki þó sem er í efsta sæti. Hann hefur safnað sínum fáránlega mikla auði með sölu lúxusmerkja; fatnaði, kampavíni, skartgripum og snyrtivörum. Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi og höfundur bókarinnar Peningar, ætlar renna yfir þennan lista með okkur.

Og meira um peninga. Samfélagið frétti af manni sem var taka til í skúffum og skápum þegar hann fann kassa með gjafabréfum. Þau voru öll útrunnin og verðmæti þeirra reyndist um 200 þúsund krónur. Við tölum um útrunnin gjafabréf, inneignarnótur og önnur verðmæti sem renna fólki úr greipum við Brynhildi Pétursdóttur framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna.

Tónlist:

EDISON LIGHTHOUSE - Love Grows (Where My Rosemary Goes).

ELVIS PRESLEY - Return To Sender.

Frumflutt

18. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,