Samfélagið sendi út frá hljóðveri Ríkisútvarpsins í Hjálmakletti í Borgarnesi og ræddi við forsvarsmenn hátíðanna tveggja sem setja svip sinn á bæinn um helgina, Hinseginhátíð Vesturlands og Brákarhátíð.
Við skoðum úrvalið í Regnbogasjoppunni og Guðrún Steinunn Guðbrandsdóttir, forseti Hinsegin Vesturlands, og Hafþór Ingi Gunnarsson, formaður Hollvinasamtaka Borgarness, segja frá tilurð hátíðanna, mikilvægi þeirra fyrir samfélagið og helstu dagskrárliðum.
Heiðrún Helga Bjarnadóttir, sóknarprestur í Borgarnesi, ræðir síðan um regnbogamessur, fræðslustarf kirkjunnar og mikilvægi þess að kirkjan og öll þau sem hafa rödd og vettvang til að láta í sér heyra standi með hinsegin samfélaginu.
Tónlist í þættinum:
HJÁLMAR - Áttu vinur augnablik.
Franklin, Aretha - The masquerade is over.
Bill Withers - Lean On Me.
STJÓRNIN - Hleypum gleðinni inn.
ARETHA FRANKLIN - I Say A Little Prayer.