Samfélagið

Minnkandi arðsemi menntunar, ástríða fyrir íþróttakennslu og uppfinning sem eyðir plastrusli

Borgar sig vanmeta menntun? var yfirskrift málþings sem fór fram í Grósku í byrjun vikunnar. Arðsemi háskólanáms á Íslandi hefur dregist saman um helming frá árinu 2008, samkvæmt nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir BHM. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, segir okkur frá helstu niðurstöðum.

Íþróttakennsla barna í grunnskólum hefur tekið breytingum þau fjörutíu ár sem Erla Gunnarsdóttir hefur sinnt kennslu. Erla hóf störf sem íþróttakennari í Seljaskóla í Breiðholti á níunda áratug síðustu aldar en flutti sig yfir í Hamraskóla í Grafarvogi þegar skóli opnaði árið 1991. Samfélagið hitti Erlu í Hamraskóla á dögunum og hún segir okkur frá upplifun sinni af því kenna börnum íþróttir og sund í gegnum árin og sínu hlutverki sem kennara, sem hún segir best lýst sem heilsuþjálfara.

Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur og pistlahöfundur Samfélagsins, greinir frá nýrri uppgötvun sem getur reynst vel, bæði í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og í baráttunni gegn plastmengun.

Tónlist í þættinum:

JOHNNY CASH - I Walk The Line.

KATRINA AND THE WAVES - Walking On Sunshine.

Frumflutt

11. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,