Gjörningur á Austurvelli, Stefnir í hafísárið 2025? Fyrstu ár Þjóðleikhússins
Við ætlum að bjóða upp á ís í samfélaginu í dag, eða samtal um ís; hafís, klakastíflur, freðna jörð jafnvel hláku. Ingibjörg Jónsdóttir, dósent í landfræði við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands, þekkir vel til þessarar höfuðskepnu, vatns á föstu formi og hún kemur til okkar hér rétt á eftir.
Mannréttindasamtökin Amnesty International komast í nýrri rannsóknarskýrslu að þeirri niðurstöðu að nægilegur grundvöllur sé til þess að halda því fram að Ísraelsríki hafi framið og haldi áfram að fremja þjóðarmorð á Gaza. Ungliðadeild Íslandsdeildar samtakanna stóð fyrir mótmælum á Austurvelli nú í hádeginu. Við heyrum hljóðið í viðstöddum.
Við förum svo í okkar reglulegu heimsókn á Þjóðaskjalasafninu. Bára Stefánsdóttir, skjalavörður rýnir með okkur skjöl tengd Þjóðleikhúsinu.
Tónlist og stef í þættinum:
Beatles, The - Here comes the sun.
JÓNAS SIG & ÓMAR GUÐJÓNS - Baráttusöngur uppreisnarklansins (Tónatal 2021).
Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Samfélagið Millistef (úr laginu Tegund).
PAUL SIMON - 50 Ways To Leave Your Lover.
Frumflutt
9. des. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Samfélagið
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.