Samfélagið

Stjórnmálaveturinn og heimsókn í Hússtjórnarskólann í Reykjavík

Þingveturinn hefur verið forvitnilegur - ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók við völdum rétt fyrir jól og þing var svo sett 4. febrúar síðastliðinn. Þetta hefur því ekki verið langur tími hjá nýrri ríkisstjórn en við fórum yfir þingveturinn með Magnúsi Geir Eyjólfssyni, þingfréttaritara RÚV.

Í 103 ára gömlu 800 fermetra húsi við Sólvallagötu í Reykjavík er finna Hússtjórnarskólann í Reykjavík en þar læra nemendur ýmislegt gagnlegt. Fyrir utan það augljósa - matreiða og sauma, þá er líka kennd ræsting, blettahreinsun og strauja. Nýlega hafa bæst við námskeið fyrir börn á aldrinum 6-15 ára.

Samfélagið kíkti í heimsókn í skólann sem staðsettur er í einu fallega húsi landsins, Sólvallagötu 12. Við förum í fylgd Kristínar Láru Torfadóttur kennara við skólann en ræðum einnig við kennarana Katrínu Jóhannesdóttur og Eddu Guðmundsdóttur ásamt nemendum við skólann.

Tónlist frá útsendingarlogg 2025-04-15

Redman, Joshua, Cavassa, Gabrielle - Streets Of Philadelphia.

Diana Ross og Marvin Gaye - Just say, just say

GDRN - Vorið

Frumflutt

15. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,