Menningarfordómar, málefni flóttafólks í Árborg og COP senn á enda
Í gær hélt Félagsráðgjafafélag Íslands áhugavert málþing um fjölmenningarfélagsráðgjöf – þar voru haldin fjölmörg áhugaverð erindi en Samfélagið var á staðnum og ræddi við nokkur þeirra sem stigu á stokk. Sema Erla Serdaroglu, aðjúnkt í tómstunda- og félagsmálafræði á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, sagði þar frá nýjum rannsóknum um menningarfordóma og við ræðum þær við hana.
Anna Katarzyna Wozniczka, verkefnastjóri í málefnum flóttafólks í Árborg, og Lena Rut Guðmundsdóttir, sérfræðingur í málefnum flóttafólks í Árborg, settust líka niður með okkur til að ræða þróunarverkefnið „Vitundarvakning um málefni flóttafólks í nærsamfélagi“ í Sveitarfélaginu Árborg.
Þorgerður María Þorbjarnardóttir formaður Landverndar og Laura Sólveig Lefort Scheefer, formaður ungra umhverfissinna, eru í Belém í Brasilíu á COP-loftslagsráðstefnunni. Þær hafa fært okkur reglulega pistla um framgang mála á þessum stærsta loftslagsviðburði heims. Nú er COP senn á enda og lokaspretturinn farinn af stað. Þorgerður María segir okkur meira.
Og í lok þáttar fáum við til okkar Eddu Olgudóttur, vísindamiðlara Samfélagsins, í hið vikulega vísindaspjall.
Frumflutt
19. nóv. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Samfélagið
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.