Samfélagið

Danadrottning, mannasiðir á páskum og erfðabreytingatækni

Margrét Þórhildur Danadrottning fagnar 85 árum í dag með sínum nánustu í Fredensborgarhöll - og í morgun hyllti lúðrasveit konunglegu lífvarðasveitarinnar drottningu á tröppum hallarinnar.

Guðný Laxdal, sem heldur úti samfélagsmiðlum undir nafninu Royal Icelander, kemur til okkar og ræðir líf og störf þessarar merku konu, sem sat lengst í valdastóli allra þjóðhöfðingja Dana.

Við ræðum líka við Albert Eiríksson matarbloggara og mannasiðafrömuð um páskamannasiði og hvernig hægt borða páskaegg á smekklegan hátt.

Í vísindaspjallinu leiðir Edda Olgudóttir okkur í allan sannleika um erfðabreytingatækni.

Lög í þættinum í dag:

Rasmus Seebach - Love song

Carla Bruni - Notre Grand amour est mort.

Frumflutt

16. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,