Samfélagið

Ferðamannaspá, vargöld í Ekvador, málfar og örverur

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 2,2 milljónir árið 2023 eða tæplega hálfri milljón fleiri en árið 2022 samkvæmt nýjum tölum frá Ferðamálastofu. Þannig aukningin er mikil milli ára. Núna áðan kynnti svo ferðamálastofa spár um umfang ferðaþjónustunnar á næstu árum og það stefnir í árið 2024 verði metár í fjölda ferðamanna. Jóhann Viðar Ívarsson, greinandi hjá Ferðamálastofu ætlar segja okkur frá því.

Það er mikið ófremdarástand í Ekvador þar sem forsetinn hefur lýst yfir neyðarástandi. Ástæðan er uppgangur glæpagengja og alda ofbeldis sem tengist þeim. Glæpaforinginn Fito gengur laus eftir hann gufaði upp þar sem hann afplánaði 34 ára dóm í öryggisfangelsi. Oddur Þórðarson fréttamaður hefur fylgst með þessu máli og hann ætlar fara yfir það með okkur.

Við heyrum málfarsmínútu og svo kemur Edda Olgudóttir til okkar í vísindaspjall.

Tónlist:

SPILVERK ÞJÓÐANNA - Landsímalína.

MIRIAM MAKEBA - Pata Pata.

Frumflutt

10. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,