Samfélagið

Er í alvöru hægt að lækka matvöruverð? og áratugur af sniðgöngu

Bera íslenskar matvöruverslanir hag neytenda fyrir brjósti eða ráða gróðasjónarmið þeirra einfaldlega ríkjum? Og hvernig koma boðaðar verðhækkanir á matvöru fram á nýju ári og geta neytendur fylgst með því hvaða verslun er raunverulega selja ódýrasta matinn? Við ætlum ræða hækkanir á matvöruverði, mikinn hagnað matvöruverslanakeðja hér á landi undanfarin ár og hegðun þeirra gagnvart neytendum, við Aðalstein Kjartansson, rannsóknarblaðamann á Heimildinni, sem skrifað hefur ítarlega um matvörumarkaðinn og við Benjamín Julian, verkefnastjóra hjá Verðlagseftirliti ASÍ, sem segir okkur meðal annars hvaða matvara er hækka eða lækka á þessari stundu.

Hvað eiga CocaCola, tölvuframleiðandinn HP, lyfjafyrirtækið Teva, greiðslumiðlunin Rapyd og Sodastream sameiginlegt. Allt eru þetta fyrirtæki sem hópur fólks sniðgengur vegna tengsla þeirra við Ísrael. Hólmfríður Jónsdóttir og Ragnhildur Hólmgeirsdóttir frá íslensku sniðgönguhreyfingunni koma í heimsókn í síðari hluta þáttar og ræða um íslensku sniðgönguhreyfinguna, sem var sett á stofn fyrir um áratug síðan, en hefur sjaldan verið eins fyrirferðarmikil og í dag.

Tónlist úr þættinum:

PATTI SMITH - Free Money.

BIG THIEF - Change.

Frumflutt

7. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,