Samfélagið

Fuglastríð í Garðabæ og bárujárn

Við kynnum okkur fuglastríðið í Garðabæ, stríð sem einna helst beinist gegn Sílamáfnum. Fyrir nokkrum árum fóru berast fréttir af því mávar héldu vöku fyrir íbúum í Sjálandshverfi og víðar, réðust jafnvel á börn á göngustígum. Bærinn hefur ráðist í aðgerðir vegna þessa og íbúar stofnað sérstakar mávasveitir. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Eirík Sigurðsson sem er meðlimur í einni slíkri mávasveit og Ástu Sigrúnu Magnúsdóttur, samskiptastjóra í Garðabæ.

Bárujárn hefur þótt góð klæðning á hús hér á landi í langan tíma, síðan kom steining, sem hefur virkað vel, en undanfarin ár hafa álplötur í öllum regnbogans litum tekið völdin. Við eru plötuð með mismunandi klæðningum á stórum byggingum, þannig þau líta út eins og mörg hús. Við fórum í bæinn og veltum fyrir okkur misjöfnum klæðningum bygginga með Magneu Guðmundsdóttur arkitekt.

Stefáni Gíslasyni, umhverfisstjórnunarfræðingur flutti pistil í lok þáttar.

Umsjón: Fanney Birna Jónsdóttir og Lísa Pálsdóttir.

Tónlist frá útsendingarlogg 2024-09-05

THE ROLLING STONES - Not Fade Away.

Heiða Árnadóttir Söngkona, Gunnar Gunnarsson Píanóleikari - Ein.

Frumflutt

13. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,