Samfélagið

Fræhvelfingin á Svalbarða, dularfullir djúpsjávarháfar og vísindaspjall

Nýverið var greint frá því 14 þúsund fræsýnum hefði verið lögð inn í Alþjóðlegu fræhvelfinguna á Svalbarða - dómsdagshvelfinguna eins og hún er stundum kölluð. Árni Bragason fyrrverandi landgræðslustjóri var forstjóri Nordgen, Norrænu erfðaauðlindastofnunarinnar, um árabil, hann kemur til okkar í Samfélagið og við forvitnumst um fræhvelfinguna og starfsemi hennar.

Vísindamenn á Hafrannsóknastofnun birtu nýlega fræðigrein í tengslum við rannsóknir sínar á 11 djúpsjávarháfum við Ísland. Þetta eru ævafornar skepnur sem halda til á yfir þúsund metra dýpi í lítt könnuðum vistkerfum og sumar tegundanna á válista. Við ræddum við tvo af höfundum greinarinnar, sjávarlíffræðingana Jón Sólmundsson og Klöru Jakobsdóttur, um þessa dularfullu fiska en auk þeirra kom sjávarvistfræðingurinn Hildur Pétursdóttir rannsókninni (https://onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1111/maec.12854).

Vísindaspjallið með Eddu Olgudóttur á sínum stað i lok þáttar. Edda fjallar um hvernig lungu þroskast.

Frumflutt

26. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,