Samfélagið

Evrópskar sjálfsmyndir, Umhverfisráðherra um vernd hafsins, Dýraspjall með Veru

Málþing um mikilvægi og áhrif evrópsks menningarsamstarfs er haldið í dag og þar er meðal annars verið kynna verkefni um framleiðslu tíu stuttmynda frá jaðri Evrópu. Meðal umfjöllunarefna eru skynsegin sjálfsmyndir í íslensku landslagi. Dögg Sigmarsdóttir segir okkur frá þessu.

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, segir Ísland ekki hafa staðið sig nógu vel í vernda hafið. Hann vill byrja á vernda ónýtt svæði utarlega í efnahagslögsögunni. Ísland hefur skuldbundið sig til vernda 30% hafsvæða við landið fyrir árið 2030 - stökkið er ansi hátt, því í dag nýtur einungis um 0,07% lögsögunnar formlegrar verndar.

Vera Illugadóttir kemur í dýraspjall í lok þáttar og segir okkur frá hinum háðsku Ignóbelsverðlaunum, sebrahestar koma þar eitthvað við sögu.

Tónlist í þættinum:

Norah Jones - Those Sweets Words.

Ríó Tríó - Dýrið gengur laust.

Nýdönsk - Fullkomið farartæki.

Frumflutt

19. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,