Samfélagið

Ólympíuleikar í nánd, loftslagsspjall, refaát á Patró

Ólympíuleikarnir verða settir í París eftir 123 daga. Enn er óljóst hversu margir keppendur verða þar fyrir Íslands hönd en nokkrir eru líklegir og einn hefur þegar tryggt sér þátttökurétt. Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ og margfaldur Ólympíufari, sem keppandi og þjálfari, er bjartsýnn á hópurinn verði fjölbreyttur. Hann hefur mikinn metnað fyrir hönd íslensks afreksíþróttafólks og telur innan margra ára eigi Íslendingar geta hampað gullverðlaunum á Ólympíuleikum. En til þess þarf spýta í lófana á ýmsum vettvangi.

Atlantshafið er miklu heitara en venjan er og hefur verið frá því í haust, þetta er einkennilegt, sérstaklega í ljósi þess það er El Nino-ár, og El Nino-veðurfyrirbærið er vanalega bundið við Kyrrahafið. Við fáum Halldór Björnsson, sérfræðing á Veðurstofu Íslands, í loftslagsspjall eins og við höfum gert reglulega í vetur - meðal annars tölum við um hvernig árið 2024 fer af stað og hvort ítrekuð hitamet séu hætt koma vísindamönnum á óvart.

Við heyrum málfarsmínútu og rifjum svo upp gamla upptöku úr safni RÚV. þessu sinni eru það frásagnir af matarveislum á Patreksfirði í desember árin 1995 og 1996 þar sem refakjöt var á boðstólnum.

Tónlist:

Erla Stefánsdóttir, Póló og Erla - Lóan er komin.

COMMODORES - Easy.

Frumflutt

25. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,