Samfélagið

Vika 17, stærðfræði og Kjötborg

Á bókasöfnum eru ekki bara bækur - heldur ýmislegt annað og kannski ættu þau heita eitthvað annað en bókasöfn. Þessi vika er 17. á árinu, þetta er alþjóðleg vika heimsmarkmiðanna á bókasöfnum - og Hrönn Soffíu Björgvinsdóttir verkefnastjóri á Amtsbókasafninu á Akureyri kemur til okkar og segir okkur allt um það.

Stærðfræði er alltumlykjandi. Nær allar tækninýjungar, sem hafa breytt lífi okkar, byggja á þessari fræðigrein - sem flestir gefa samt merkilega lítinn gaum í okkar daglega lífi. Sigurður Örn Stefánsson prófessor í stærðfræði við Háskóla Íslands sér stærðfræði í öllu og leiðir okkur í allan sannleika um undur og stórmerki stærðfræðinnar.

Við Ásvallagötu í Reykjavík stendur verslunin Kjötborg. Bræðurnir Gunnar og Kristján Jónssynir standa þar vaktina alla daga vikunnar og hafa gert í áratugi. Gunnar segist hafa verið í búðarleik alla ævi en búðarstarfið í Kjötborg er meira en bara afgreiða vörur og hefur sannarlega breyst á starfsævi bræðranna. Viktoría Hermannsdóttir kíkti í heimsókn í Kjötborg og spjallaði við Gunnar.

Tónlist í þættinum í dag:

Franklin, Aretha - I'm sitting on top of the world.

Beyoncé - Jolene.

Teitur Magnússon - Orna.

Frumflutt

25. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,