Samfélagið

Alþingi kemur saman, fjármálalæsi, málfar og Þjóðaskjalasafn

Alþingi kom saman í dag og verkefnin eru ærin. Náttúruhamfarir við Grindavík og framtíð íbúanna þar ber hæst og mörg erfið úrlausnarefni sem tengjast því. Svo hefur verið boðað vantraust á matvælaráðherra í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis vegna frestunar hvalveiða síðastliðið sumar. Það verður lagt fram í dag. Mörg aðkallandi mál liggja svo fyrir þinginu á tíma þegar ríkisstjórnin virðist standa veikum fótum. Við ætlum spjalla við Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur, fréttamann, í upphafi þáttar. Hún er gera sig klára fyrir annasama daga á þingi.

Stór hluti Íslendinga kann ekki skil á grunnhugtökum í fjármálum; skilur ekki orð á borð við vaxtavextir, kaupmáttur og verðbólga. Þetta sýnir nýleg Gallup-könnun. Samtök fjármálafyrirtækja boðuðu á dögunum til ráðstefnu um fjármálavit Íslendinga eða skort á því öllu heldur. Við ræðum þennan vanda og hugsanlegar lausnir við Heiðrúnu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja, og Friðrik Björnsson, markaðsstjóra Gallup.

Málfarsmínúta úr smiðju Önnu Sigríðar Þráinsdóttur - gögn og gagn.

VIð heimsækjum Þjóðskjalasafn Íslands. Þar ætlum við kynna okkur stafræna endurgerð teikninga húsameistara ríkisins.

Frumflutt

22. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,