Samfélagið

Netöryggi og gervigreind, pistill frá COP30 og heimsókn á Þjóðskjalasafnið

Vankunnátta þegar kemur gervigreind kostar fyrirtæki dýrmæt tækifæri og fjármuni og fyrir almenning er þekking á netöryggi nauðsynleg t.a.m. varðandi vernd persónulegra upplýsinga. Þær Saga Úlfarsdóttir og Vigdís Helga Eyjólfsdóttir ætla koma til okkar og fræða okkur um gervigreind og netöryggi.

Næstu vikur fáum við hér í Samfélaginu póstkort frá Brasilíu. Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar og Lára Sólveig Lefort Scheefer, forseti ungra umhverfissinna eru í brasilísku borginni Belém á COP30 loftslagsráðstefnunni og þær ætla segja okkur frá því sem þar fer fram í örpistlum sem fluttir verða nokkrum sinnum í viku hér í þættinum. Við flytjum fyrsta pistilinn í þætti dagsins.

Og í lok þáttar heimsækjum við þjóðskjalasafnið og fylgjum Símoni Hjalta Sverrissyni í gegnum áhugaverð skjöl um frægt skipbrot við Borgarfjörð árið 1936.

Umsjón þáttar: Ástrós Signýjardóttir og Pétur Magnússon.

Tónlist þáttarins:

Big Thief - Words.

Mestre Verequete - Alô Belém

Brigitte Bardot - Un jour comme un autre

Björgin og Hjartagosarnir - Þetta reddast allt

Frumflutt

10. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,