Netöryggi og gervigreind, pistill frá COP30 og heimsókn á Þjóðskjalasafnið
Vankunnátta þegar kemur að gervigreind kostar fyrirtæki dýrmæt tækifæri og fjármuni og fyrir almenning er þekking á netöryggi nauðsynleg t.a.m. varðandi vernd persónulegra upplýsinga. Þær Saga Úlfarsdóttir og Vigdís Helga Eyjólfsdóttir ætla að koma til okkar og fræða okkur um gervigreind og netöryggi.
Næstu vikur fáum við hér í Samfélaginu póstkort frá Brasilíu. Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar og Lára Sólveig Lefort Scheefer, forseti ungra umhverfissinna eru í brasilísku borginni Belém á COP30 loftslagsráðstefnunni – og þær ætla að segja okkur frá því sem þar fer fram í örpistlum sem fluttir verða nokkrum sinnum í viku hér í þættinum. Við flytjum fyrsta pistilinn í þætti dagsins.
Og í lok þáttar heimsækjum við þjóðskjalasafnið og fylgjum Símoni Hjalta Sverrissyni í gegnum áhugaverð skjöl um frægt skipbrot við Borgarfjörð árið 1936.
Umsjón þáttar: Ástrós Signýjardóttir og Pétur Magnússon.
Tónlist þáttarins:
Big Thief - Words.
Mestre Verequete - Alô Belém
Brigitte Bardot - Un jour comme un autre
Björgin og Hjartagosarnir - Þetta reddast allt
Frumflutt
10. nóv. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Samfélagið
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.