Samfélagið

Kalkþörungar í málningarframleiðslu, eldri konur í Kvennaathvarfinu og leyndarskjalavörður

Kalkþörungar eru notaðir meðal annars sem fæðubótarefni og í snyrtivörur. Kalkþörungar eru basískir, með hátt PH-gildi, og því lifa ekki bakteríur eða mygla í þeim. Því hefur það reynst vel nota þá í málningu á húsum til vinna gegn myglumyndun. Sirrý Ágústsdóttir, frumkvöðull, kom til okkar í upphafi þáttar og sagði okkur frá því hvernig hún vinnur efni úr kalkþörungum.

Landssamband eldri borgara hefur boðað til málþings 16.október sem ber yfirskriftina Ofbeldi gegn eldra fólki. Meðal þeirra sem flytja erindi þar er Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Erindi hennar ber heitið Eldri konur í Kvennaathvarfinu.

Í lok þáttar kíkjum við svo í heimsókn í Þjóðskjalasafnið. Í dag ætlum við heyra af leyndarskjalaverðinum Grími Jónssyni Thorkelín, sem gegndi embættinu frá 1791-1829. Leyndarskjalavörður var embættistitill yfirmanns Leyndarskjalasafnsins í Kaupmannahöfn og var bæði virðulegt og ábyrgðarmikið embætti.

Umsjón: Ástrós Signýjardóttir.

Tónlist þáttarins:

VALDIMAR - Yfir borgina.

ÁSGEIR TRAUSTI - Hringsól.

THE BEATLES - I'll Follow The Sun.

Frumflutt

13. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,