Við ætlum að halda áfram að ræða hið byggða umhverfi á Íslandi, eins og við höfum gert talsvert mikið síðustu vikur. Við höfum verið að reyna að skilja betur hvers vegna byggða umhverfið okkar er eins og það er, hvernig okkur líður í því og hvernig við tölum um það. Í dag fáum við sjónarhorn arkítekta, þegar Björg Torfadóttir, framkvæmdarstjóri Arkitektafélags Íslands sest hjá okkur til að ræða þessi mál.
5G er næsta skref í fjarskiptum hér á Íslandi og annars staðar í heiminum. 5G hefur verið kallað límið í fjórðu iðnbyltingunni og á að vera stökk frá fyrirrennurum sínum 2, 3 og 4G. Innviðauppbygging hefur átt sér stað undanfarin ár og stendur nú til að slökkva á síðustu 2G og 3G sendunum til að gera pláss fyrir nýja kerfið. Ólafur Magnússon frá fjarskiptafyrirtækinu NOVA kemur fræðir okkur um þetta á eftir.
Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri RÚV, ætlar að flytja gullmola úr safni RÚV, eins og hún gerir hér í Samfélaginu annan hvern mánudag. Í dag rifjar hún upp gamlan dagskrárlið á Rás 1 sem bar nafnið Húsmæðraþættir.
Tónlist í þættinum:
Hjálmar - Kindin Einar.
Hill, Lauryn - Can't take my eyes off you.
Polo and Pan - Canopée.
La Havas, Lianne - Disarray.
Frumflutt
26. jan. 2026
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Samfélagið
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.