Samfélagið

Tækniframfaratrú, vara ársins og uppnám í bresku konungsfjölskyldunni

Fjallahjólið Elja var nýverið valið vara ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands. Hjólið er uppfinning frá fyrirtækinu Lauf Cycles og við fáum til okkar í dag Berg Benediktsson, verkfræðing og starfsmann fyrirtækisins sem ætlar segja okkur frá þessu hjóli og fyrirtækinu, sem hóf starfsemi sína í bílskúr í Grafarvogi.

Andrés fyrrverandi prins verður hér eftir þekktur sem Andrew Mountbatten Windsor eftir ákvörðun Karls Bretakonungs um svipta bróður sinn tign, titlum og heiðursnafnbótum. Í yfirlýsingu, sem birtist í síðustu viku, segist Andrew hafa tekið ákvörðunina í samráði við Karl Bretakonung, sína nánustu fjölskyldu og stórfjölskylduna, vegna áframhaldandi ásakana sem dragi athyglina frá vinnu konungsins og konungsfjölskyldunnar. Guðný Ósk Laxdal, sérfræðingur í konungsfjölskyldum, ætlar leiða okkur í gegnum stöðu bresku konungsfjölskyldunnar.

Og í lok þáttar fáum við til okkar Bergsvein Bergsveinsson rithöfund til ræða tækniframfaratrú, samfélagsmiðla og gervigreind viðfangsefni sem hann fjallaði um á málþingi í Reykjavíkurakademíunni í síðustu viku. en við byrjum á vöru ársins.

Umsjón: Ástrós Signýjardóttir og Pétur Magnússon.

Tónlist þáttarins:

Nick Drake - Pink moon.

Prins Póló - Fallegi smiðurinn.

Bríet - Until then

Frumflutt

11. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,